Skip to main content Search

Níu ástæður fyrir því að velja Autodesk Platinum Partner

Construction Facilities Management Media & Entertainment GIS & Infrastructure Plant & Process Industry & Design

Autodesk veitir þér endalausa möguleika til að hanna, framkvæma og framleiða hvað sem er í mannvirkja- og iðnaðarheiminum ásamt kvikmynda og skemmtiiðnaðnum. Hvaða hefur þú í huga þegar kemur að kaupum á þjónustu frá Autodesk? Kynntu þér málið hér hvort Autodesk Platinum Partner er rétti valkosturinn fyrir fyrirtækið þitt.

Sem forsvarsmaður fyrirtækis hefur þú völ á að kaupa leyfi beint af Autodesk eða af Autodesk birgja í þínu nágrenni. Kannski hefur þú leitt hugann að því af hverju sumir kaupa af Autodesk birgja? Hvort það eigi við fyrirtækið þitt? Hvað þýðingu það hefur að eiga viðskipti við Autodesk Platinum Partner.

Til að öðlast titilinn Platinum Partner, þá þarf viðkomandi að:

  • standast vottanir á vörunum Autodesk. Krafist er að viðkomandi hafi nógu marga sérhæfða starfsmenn fyrir hverja vöru. Umfram það að vera ráðgefandi fyrir notkun á vörum, þurfa þeir einnig að vera ofur-notendur.
  • tryggja að ráðgjafar og leiðbeinendur sem kenna námskeið nái a.m.k. 80% ánægju skor í umsögnum og prófum.
  • fjárfesti í þróun á eigin hugbúnaði sem byggir ofaná Autodesk vörum og er í stöðugri endurhæfingu til að aðlagast þörfum viðskiptavina.

Hvað þýðir þetta fyrir fyrirtækið þitt þegar öllu er á botninn hvolft?

Þetta tryggir að um leið og þú kýst að fara í samstarf með NTI, mátt þú eiga von á yfirgripsmikilli þekkingu og gæðum í ráðgjöf, þekkingu á vörum, innleiðingu og þjálfun á þeim fjölmörgu vörum sem Autodesk hefur uppá að bjóða. 

Hvaða fyrirtæki ættu að fara í samstarf með Autodesk Platinum Partner?

”Fyrirtækið okkar er svo lítið, við höfum engin not fyrir því að eiga í viðskiptum við Autodesk Platinum Partner.”

 

Þetta heyrum við en það er síður en svo!

Sem Autodesk Platinum Partner styðjum við fyrirtæki bæði stór og smá og allt þar á milli. Stærð fyrirtækja er ekki afgerandi fyrir okkar samvinnu og óttinn að við séum of stór, dýr eða ópersónuleg er fjarri raunveruleikanum. Við vinnum með hverjum sem er frá einyrkjum til alþjóðlegra fyrirtækja. Fjölbreytileikinn er okkur mikilvægur og allir komast jafnt að borði.

NTI byrjaði sem einstaklingsfyrirtæki árið 1945 og hefur síðan þá vaxið og dafnað í það sem við erum í dag. Það sem gerði okkur þetta kleyft var getan til að aðlagast síbreytilegum markaði og með því að bjóða uppá samvinnu sem byggist upp á auðmýkt, virðingu, áreiðanleika og skuldbindingu.

Þetta eru orð og gildi sem mynda kjarna NTI og hvernig við mætum þér sem viðskiptavin. Fyrir okkur er það nauðsynlegt að þú treystir því að við séum rétti samstarfsaðilinn fyrir fyrirtækið þitt. Við getum aðeins náð fram þessu trausti með því að hlusta á þínar þarfir og virða hæfileika og færni þína.

 

Gildi þess að vinna með NTI sem Autodesk Platinum Partner

Kaup á hátæknivörum hefur lítinn tilgang ef þau eru ekki rétt notuð. Þar að auki eru mörg fyrirtæki óviss um hvaða vörur er þörf á, hvernig á að innleiða, kenna og þjálfa, staðsetja rétt fyrir og hæfi verkferlum svo að þær nýtist til fulls.

Þetta er ein af ástæðunum af hverju fyrirtækið þitt mun hagnast á því að vinna með Autodesk Platinum Partner. Við aðstoðum þig og leiðbeinum hvort sem um sé að ræða 

  • breytingar
  • ákveðið vandamál eða auknar kröfur
  • ráðgjöf eða hjálp með leyfismál
  • kortlagning á hæfni starfsmanna
  • vinnuaðferðir eða verkferlar
  • stækkun á fyrirtæki
  • og fleira í þessum dúr

 

Á heildina litið koma eftirtalin níu atriði helst til greina við samstarf með NTI sem Autodesk Platinum Partner:

1: Góð kjör á lausnum, vörum og þjónustu

 
 

Sem Autodesk Platinum Partner höfum við aðgang að öllu sem Autodesk hefur uppá að bjóða. Getum við boðið þínu fyrirtæki góð kjör á þeim lausnum og vörum sem þú kaupir gegnum okkur. Þar að auki þýðir náið samstarf okkar með Autodesk að við erum í bestu stöðunni til að greina viðskiptaþarfir, ráðleggja með lausnir og bjóða uppá nákvæmlega sem þú þarft varðandi vörur, þjónustu og hæfni. 

2: Betri umsjón með leyfum og leyfisþjónustum

 
 

Mörgum þykir umsýsla og umsjón með leyfum og leyfisþjónustum vera mikið maus. Það er skiljanlegt! Þar af leiðandi bjóðum við uppá aðstoð með áskriftir, leyfisskrár og að búa til kóða. Við hjálpum fyrirtækjum að færa leyfi, skrásetja og leiðbeinum þér með Autodesk Account og svörum viðeigandi spurningum sem koma upp. 

3: Samvinna, sem bætir við þekkingu

 
 

Margir hæfileikaríkir ráðgjafar starfa hjá NTI, þar sem hver og einn er sérfræðingur á sínu sviði. Þetta þýðir að við búum yfir yfirgripsmikilli innanhúsþekkingu sem er í stöðugum vexti með hjálp áhugasamra og ástríðufullra samstarfsmanna sem og viðskiptavina í að miðla lausnum. Við leggjum mikla áherslu á að vera upplýst um nýjustu tækni og tækniþróanir sem eiga sér stað - allt til að geta veitt þér bestu ráðgjöfina.

4: Ráðgjafar sem skilja kröfur fyrirtækis þíns

 

Við þekkjum mannvirkja- og framleiðsluiðnaðinn á Norðurlöndunum alveg í gegn og meirihluti starfsmanna okkar er með faglegan bakgrunn í hönnun og framkvæmdum. Þetta þýðir að við þekkjum ekki aðeins Autodesk vörur, heldur einnig algenga verkferla og aðferðir og getum þ.a.l. stuðst við eigin reynslu við að skilja áskoranirnar sem fyrirtækið þitt glímir við.

5: Menntun við hæfi og af miklum gæðum

 
 

NTI Academy kennir yfir 10.000 nemendum ár hvert víðs vegar í Evrópu. Við búum yfir einstöku og fjölbreyttu úrvali þar sem valið er á milli þess að læra í kennslustofu, á netinu, e-learning, einkakennslu, fyrir ma. Autodesk vottorð og margt fleira. Kennslan er unnin af sérfræðingum sem hafa sjálfir haldbæra reynslu. Þetta tryggir að þú sért í öruggum höndum og að við getum unnið saman að sérsniðri námsáætlun sem er aðlöguð að þörfum fyrirtækisins þíns.  

6: Aðlaganir og viðbætur fyrir Autodesk ofl.

 
 

Við þróum okkar eigin lausnir og hugbúnað með það fyrir augum að hjálpa þér að fá sem mest út úr hugbúnaðinum. Öll vinnan er framkvæmd af okkar eigin hugbúnaðarþróunarteymi sem býr til nýjan hugbúnað, betrumbætir það sem fyrir er og tryggir reglulega uppfærslur. Lausnir sem stöðugt eru í þróun og eru hannaðar til að mæta sérstökum daglegum þörfum kröfuharðra viðskiptavina. Þannig hjálpum við viðskiptavinum að gera vinnuna skilvirkari.

7: Persónulegt samband

 
 

Þrátt fyrir að við séum stórt fyrirtæki metum við mikið persónuleg tengsl. Við vinnum í litlum hópum og viljum kynnast þér og þínu fyrirtæki. Þú færð þinn  tenglið sem mun veita þér reglulegar uppfærslur við hverju má búast og hvenær auk þess sem þú getur haft samband við hvenær sem er.

8: Sjálfbært og til langs tíma litið

 
 

Við hjá NTI viljum vera í fremstu víglínu iðnaðar- og framkvæmdarþróunnar. Við leggjum  okkur að mörkum til vel heppnaðara verkefna sem standast tímans tönn. Því aðstoðum fyrirtæki með nýsköpun við að koma grænni nálgun á framfæri með aukinni gagnainnsýn, notkun á 3D-líkönum og hermanir til að spá fyrir um áskoranir, bestun hönnunar, stuðla að aukinni hagkvæmni í rekstri og að taka upplýstari ákvarðanir. 

9: Vinnubúðir sem einblína á reksturinn þinn

 
 

Við hjálpum þér að gera stafrænar áskoranir þínar sýnilegar séð út frá hönnun, vöruþróun og framkvæmdarsjónarhorni. Hvernig notar fyrirtækið þitt gögn? Hvernig gengur stafræn samvinna? Eru til staðar sjálfvirkir verkferlar? Síðan munum við skilgreina í sameiningu óskir þínar um næstu skref í stafrænni þróun fyrirtækisins þíns með NTI aðferðafræðinni.

Autodesk Platinum Partner er meira en titill

Með yfir 75 ár í geiranum og 35 ár með Autodesk höfum við byggt sterkan grunn, þar sem við getum boðið uppá ráðgjöf sem þú færð ekki frá venjulegum hugbúnaðarbirgja. Með góðri samvinnu hjálpum við þér að tryggja að fyrirtækið þitt fái sem mest út úr Autodesk fjárfestingu með því að bjóða þér: 

  • tíma til að einblína á verðmætisskapandi vinnu með því að leyfa okkur að greina og sjá um leyfismálin.
  • þekkingu sem nýtist til að hagræða og raungera verkefnin þín.
  • sjálfbæra framtíð með því að nota stafrænar vörur.

Hvort sem þú ert ekki nú þegar með Partner eða ert í samvinnu með okkur hlökkum við til að setjast niður með þér og eiga gott samtal um það hvernig við getum aðstoðað við reksturinn í framtíðinni! Ef þú hefur áhuga að vita meira hvernig samstarf með okkur er háttað og hvað viðskiptavinir okkar segja þá sláðu á þráðinn eða kynntu þér reynslusögur hér.

Ekki hika við að hafa samband!

Árni Guðmundur Guðmundsson

Sölustjóri NTI á Íslandi

Reykjavík - Ísland

+354 6998202